Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Tónlist Bókmenntir

Kvöldstund með Bill Murray

New worlds

14
jún.
15
jún.
Kl. 20:00
Harpa - Eldborg
Sjá kort

Hreyfihamlaðir hafa gott aðgengi í öllu húsinu. Í Eldborg eru tvö stæði fyrir hjólastóla sem eru gjaldfrjáls. Einnig er hægt að taka út sæti fyrir hjólastóla víða um salinn fyrir gesti sem kaupa miða.

Tónmöskvi er í Eldborg.

Athugið að þessi viðburður fer fram á ensku en allir textar sem farið er með munu fylgja með á íslensku í leikskrá.

Nánari upplýsingar um aðgengi í Hörpu má finna hér: https://www.harpa.is/harpa/adkoma/

Óvenjuleg blanda af klassískri evrópskri tónlist í frábærum flutningi, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum sem Murray eru sérstaklega kær.

Kvikmyndaleikarinn heimsþekkti og ólíkindatólið Bill Murray kemur aðdáendum sínum enn einu sinni á óvart. -Nú með samstarfi við þrjá afburða klassíska hljóðfæraleikara.

Murray kynntist þýska sellóleikaranum Jan Vogler í flugvél fyrir nokkrum árum og varð þeim vel til vina. Fljótt kviknaði hjá þeim sú hugmynd að gera eitthvað saman og til varð kvöldskemmtunin New Worlds sem frumsýnd var síðastliðið sumar á Dresden hátíðinni í Þýskalandi en hefur auk þess farið í leikferð um Bandaríkin og vakið mikla lukku. Auk Murray og Vogler koma fram fiðluleikarinn Mira Wang og píanóleikarinn Vanessa Perez sem báðar eru stórkostlegir og líflegir flytjendur.

Óvenjuleg blanda af klassískri evrópskri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum sem Murray eru sérstaklega kær.

 

„I am bathing in this experience, really. I can’t get enough of it.” –  Bill Murray

„The evening's journey was unpredictable and affecting – old-fashioned entertainment that was sophisticated but with zip and heart.“  -  The Globe and Mail

 

#NewWorldsTour   #Listahatid2018   #ReykjavikArtsFestival2018

 

Leikari: Bill Murray  

Selló: Jan Vogler

Píanó: Vanessa Perez

Fiðla: Mira Wang

Hreyfihamlaðir hafa gott aðgengi í öllu húsinu. Í Eldborg eru tvö stæði fyrir hjólastóla sem eru gjaldfrjáls. Einnig er hægt að taka út sæti fyrir hjólastóla víða um salinn fyrir gesti sem kaupa miða.

Tónmöskvi er í Eldborg.

Athugið að þessi viðburður fer fram á ensku en allir textar sem farið er með munu fylgja með á íslensku í leikskrá.

Nánari upplýsingar um aðgengi í Hörpu má finna hér: https://www.harpa.is/harpa/adkoma/