Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Myndlist

Einskis mannsland: Þar ríkir fegurðin ein?

Listasafn Reykjavíkur

1
jún.
-
30
sep.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
Sjá kort

Sýnd verða verk íslenskra listamanna frá ýmsum tímum allt frá frumkvöðlum íslenskar málaralistar þegar landið og víðerni þess voru táknmyndir frelsis og sjálfstæðis og til verka listamanna samtímans með vísan í hnattræna umræðu um gildi hins ósnortna og nýtingu auðlinda.

Með listsköpun sinni hafa myndlistarmenn haft mótandi áhrif á tengsl manna við umhverfi sitt. Á sýningunni verður sjónum beint að verðmætamati Íslendinga þegar litið er til náttúrunnar og tengsla við víðerni landsins.  Landið hefur verið Íslendingum allt frá því að vera huglægt tákn til efnislegrar auðlindar.

Verkin á sýningunni endurspegla þessar ólíku hugmyndir eins og þær birtast í túlkun listamanna á hverjum tíma. 

Sýnd verða verk íslenskra listamanna frá ýmsum tímum allt frá frumkvöðlum íslenskar málaralistar þegar landið og víðerni þess voru táknmyndir frelsis og sjálfstæðis og til verka listamanna samtímans með vísan í hnattræna umræðu um gildi hins ósnortna og nýtingu auðlinda. Verkin á sýningunni endurspegla margbreytilegar hugmyndir listamanna og þá um leið gerjun samtíma þeirra þó leiðarljós listamannanna sé ætíð listræn sýn og persónubundin túlkun.

Á þessari viðamiklu sýningu verða verk eftir listamenn sem mótað hafa íslenska listasögu allt frá upphafi 20. aldar og til samtímans en nokkur hluti verkanna verður nýr og unninn sérstaklega fyrir sýninguna. Sýningin verður tvískipt, sögulegur hluti hennar á Kjarvalsstöðum en verk eftir listamenn 21. aldarinnar verða sýnd í Hafnarhúsi. Jafnframt verður tekist á við áleitnar spurningar um inntak sýningarinnar í viðamikilli útgáfu og dagskrá samhliða henni.

Verkefnið er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.

Ljósmynd: Ósk Vilhjálmsdóttir, Land undir fót.