Til baka
Til baka
#reykjavikartsfestival2018 #listahatid2018
Hönnun Myndlist

"Be Yourself, Everyone Else is Already Taken"

Daniel Lismore (GBR)

2
jún.
-
30
jún.
Kl. 12:30-20:00
Harpa
Sjá kort

Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða í Hörpu. Í Eldborg eru tvö stæði fyrir hjólastóla sem eru gjaldfrjáls. Einnig er hægt að taka út sæti fyrir hjólastóla víða um salinn fyrir gesti sem kaupa miða. Nánari upplýsingar um aðgengi í Hörpu má finna hér: https://www.harpa.is/harpa/adkoma/

Tímaritið Vogue hefur útnefnt hann sem sérviskulegasta klædda mann Englands og hann er þekktur fyrir íburðamikinn og yfirgengilegan klæðnað sem sameinar á stórkostlegan máta hátísku og hans eigin hönnun, notuð efni, fundna hluti, hringabrynjur, skartgripi ólíkra menningarhópa, hattagerðarlist og margt fleira. 

Daniel Lismore er listamaður, fatahönnuður, stílisti, rithöfundur og baráttumaður, búsettur í London. Tímaritið Vogue hefur útnefnt hann sem sérviskulegasta klædda mann Englands og hann er þekktur fyrir íburðamikinn og yfirgengilegan klæðnað sem sameinar á stórkostlegan máta hátísku og hans eigin hönnun, notuð efni, fundna hluti, hringabrynjur, skartgripi ólíkra menningarhópa, hattagerðarlist og margt fleira. Úr verður ein allsherjar tjáning óheflaðrar skapandi orku. Sýningin „Be Yourself, Everyone Else is Already Taken”, var fyrst sýnd í samvinnu við SCAD á SCAD FASH: Museum of Fashion and Film, í Atlanta árið 2016. Á sýningunni býðst gestum að sökkva sér niður í hinn einstaka heim Daniels Lismore - að lifa sem list. Listamaðurinn skapaði skúlptúra í fullri stærð og sótti innblástur til barnæsku sinnar og kínverskra leirhermanna. Hver skúlptúr er skrýddur alklæðnaði sem Lismore hefur sjálfur klæðst á þýðingarmiklum augnablikum í lífi sínu.

Opnun sýningar: 2. júní kl. 18:00

Verkefnið er í samstarfi við Efni ehf.

 

 

Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða í Hörpu. Í Eldborg eru tvö stæði fyrir hjólastóla sem eru gjaldfrjáls. Einnig er hægt að taka út sæti fyrir hjólastóla víða um salinn fyrir gesti sem kaupa miða. Nánari upplýsingar um aðgengi í Hörpu má finna hér: https://www.harpa.is/harpa/adkoma/