
6. febrúar 2025
30. maí -14. júní 2026
Hátíðin er haldin annað hvert ár og næsta hátíð fer fram 30. maí til 14. júní 2026.
Listahátíð er vettvangur fyrir listsköpun í hæsta gæðaflokki frá öllum heimshornum en á líka í kröftugu og lifandi sambandi við almenning í landinu og leitast við að tendra áhuga sem flestra til að taka þátt og njóta lista á eigin forsendum.
Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins og setur aðgengi og virðingu fyrir umhverfinu í forgang. Við verkefnaval hefur hátíðin faglegan metnað, kjark, lífsgleði og stórhug að leiðarljósi.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll á Listahátíð í Reykjavík 2026!